Tuesday, March 31, 2009

Mótmæli við heimili forstjóra Útlendinga­stofnunar

Mótmæli við heimili forstjóra Útlendinga­stofnunar




Forstjóri Útlendingastofnunar ber ábyrgð á því hvernig komið er fram
við flóttamenn sem leita hælis á Íslandi. Flóttamenn fá plagg á
íslensku um brottvísun, er neitað um túlka, og neitað um lögbundinn
rétt um 15 daga áfrýjunarfrest til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kom
fram á fundi með dómsmálaráðherra mánudaginn 30. mars.

Útlendingastofnun dregur lappirnar endalaust í málum flóttamanna, og
tekur marga mánuði eða jafnvel ár í það að komast að niðurstöðu í
málum flóttamanna. Niðurstaðan er samt alltaf á sama veginn. Af þeim
rúmlega 600 sem hafa sótt um frá árinu 1991 hefur nákvæmleg einn
fengið hæli hér á landi.

Hittumst fyrir framan Hamraborg í Kópavogi klukkan 18 á fimmtudaginn
og fylkjum liði þaðan heim til forstjóra útlendingastofnunnar. Við
krefjumst þess að Útlendingastofnun setji mannúðarsjónarmið í fyrirrúm
og hætti að misnota Dublinarákvæðið til þess að firra sig ábyrgð á
vanda flóttamanna. Það fólk sem ber ábyrgð á málefnum flóttamanna á
Íslandi, getur ekki skýlt sér lengur bak við embætti sín.

Umbætur strax!

Saturday, March 28, 2009

Boðað til mótmæla á Lækjartorgi á morgun klukkan 15

Boðað til mótmæla á Lækjartorgi á morgun klukkan 15



Boðað hefur verið til mótmæla á Lækjartorgi klukkan 15 á morgun til þess að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

Tilkynning frá aðstandendum:

BROTTVÍSUN ER MORÐ!

Mótmæli, sunnudaginn 29. mars, klukkan 15.
Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!

Hist verður á Lækjartorgi klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, til að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með eingöngu tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.

* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd heims sem taka við flestum hælisleitendum.

* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til. Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars, kl. 15:00.

Tuesday, February 24, 2009

Fimmtudaginn 26. febrúar

Fimmtudaginn 26. febrúar verður anarkistaspjall #2 haldið í Hljómalind.
Auðunn ætlar að tala um IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) og eftir það verða frjálsar umræður.

Það væri líka gaman ef að einhver hefði áhuga á að tala um önnur fjárhagskerfi á fundinum, eins og parecons eða socecons.
Þá má hann endilega annað hvort setja sig í samband við okkur eða bara mæta og spjalla um það.

Minni á söfnunarbaukana en þeir eru til að greiða leigu af félagsrýminu í Kaffi Hljómalind en rýmið starfar án von um gróða, og reiðir sig á frjáls framlög til að vera til.

Allir velkomnir!!

Friday, February 20, 2009

Laugardaginn 27.feb og Sunnudaginn 28. feb kl 15

Laugardaginn 27.feb og Sunnudaginn 28. feb kl 15 verða mótmæli fyrir framan alþingishúsið þar sem við krefjumst þyngri refsingar fyrir barnaníðinga

vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta