Tuesday, March 31, 2009

Mótmæli við heimili forstjóra Útlendinga­stofnunar

Mótmæli við heimili forstjóra Útlendinga­stofnunar




Forstjóri Útlendingastofnunar ber ábyrgð á því hvernig komið er fram
við flóttamenn sem leita hælis á Íslandi. Flóttamenn fá plagg á
íslensku um brottvísun, er neitað um túlka, og neitað um lögbundinn
rétt um 15 daga áfrýjunarfrest til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kom
fram á fundi með dómsmálaráðherra mánudaginn 30. mars.

Útlendingastofnun dregur lappirnar endalaust í málum flóttamanna, og
tekur marga mánuði eða jafnvel ár í það að komast að niðurstöðu í
málum flóttamanna. Niðurstaðan er samt alltaf á sama veginn. Af þeim
rúmlega 600 sem hafa sótt um frá árinu 1991 hefur nákvæmleg einn
fengið hæli hér á landi.

Hittumst fyrir framan Hamraborg í Kópavogi klukkan 18 á fimmtudaginn
og fylkjum liði þaðan heim til forstjóra útlendingastofnunnar. Við
krefjumst þess að Útlendingastofnun setji mannúðarsjónarmið í fyrirrúm
og hætti að misnota Dublinarákvæðið til þess að firra sig ábyrgð á
vanda flóttamanna. Það fólk sem ber ábyrgð á málefnum flóttamanna á
Íslandi, getur ekki skýlt sér lengur bak við embætti sín.

Umbætur strax!

No comments:

Post a Comment